Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 13:56 Staðsetning fyrirhugaðrar landfyllingar. Efla. Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04