Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2022 13:11 Vindhraðinn fer allt upp í 28 metra á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er tekin við Gróttuvita í morgun. Vísir/Vilhelm Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. Flugi Icelandair til Parísar, Amsterdam, Lundúna, Kaupmannahafnar og Dyflinnar var aflýst í morgun og Play felldi niður flug til Tenerife og Alicante vegna veðursins. Icelandair hefur einnig aflýst flugi til Seattle í Bandaríkjunum síðdegis. Þá hefur sex flugferðum Wizz Air, Easy Jet og Lufthansa sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi og fram til klukkan þrjú verið frestað fram á kvöld. Allt innanlandsflug hefur einnig legið niðri í morgun en flugfélagið Ernir er þó enn með áætlun um að fljúga til Húsavíkur klukkan fimm mínútur í fjögur en veðrið er skárst á Norðausturlandi. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki hægt að nota landganga fyrir flugvélar í þeim veðurofsa sem verið hafi á Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavía segir vindhraða hafa áhrif á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. „Landgöngubrýrnar hjá okkur voru teknar úr notkun á sjöunda tímanum í morgun. Það er erfitt að nota stigabíla sem flugþjónustufyrirtækin reka og taka farangur frá borði. Öryggisviðmiðin varðandi landganga eru fimmtíu hnútar sem eru tæpir 26 metrar á sekúndu. Vindhraðinn núna eftir hádegi samkvæmt þeim spám sem við höfum gæti farið upp í 73 hnúta eða 37,5 metra á sekúndu í hviðunum,“ segir Guðjón. Útlitið er því áfram tvísýnt á Keflavíkurflugvelli. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mjög hvasst hafa verið sunnan og suðvestanlands í morgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hvessa síðdegis á Vestur-, Suður- og Austurlandi en veðrið gangi niður á landinu í kvöld og nótt.Vísir „Þetta er vestanátt, ekki sú algengasta hér. Strengur suður af lægðarmiðju. Það eru líkur á að veðrið nái hámarki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nú eftir hádegi,“ segir Einar. Vindstrengurinn gangi síðan austur- og norðureftir landinu. „Það er nú útlit fyrir að bæði á Hellisheiði og í Þrengslum verði erfið færð. Aðallega vegan blindu nú í eftirmiðdaginn og eftir hádegi. Það sama má segja austur með ströndinni. Feykihvasst til dæmis við Reynisfjall í Mýrdal og svo áfram austar í kvöld,“ segir Einar. Veður muni versna á fjallvegum á Vesturlandi í dag en Vestfirðir sleppi nokkuð vel. Veðrið muni hins vegar ganga yfir á þessum sólarhring. „Það verður komið hæglætisveður strax í nótt á landinu og lítur vel út á morgun. Það eru fleiri lægðir á leiðinni. Ein minniháttar aðfararnótt fimmtudags. Það muggar frá henni víða um landið. Sérstaklega vestantil um nóttina og morguninn. Síðan er útlit fyrir að það geri dálítið ákveðna leysingu hér á föstudag,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Flugi Icelandair til Parísar, Amsterdam, Lundúna, Kaupmannahafnar og Dyflinnar var aflýst í morgun og Play felldi niður flug til Tenerife og Alicante vegna veðursins. Icelandair hefur einnig aflýst flugi til Seattle í Bandaríkjunum síðdegis. Þá hefur sex flugferðum Wizz Air, Easy Jet og Lufthansa sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi og fram til klukkan þrjú verið frestað fram á kvöld. Allt innanlandsflug hefur einnig legið niðri í morgun en flugfélagið Ernir er þó enn með áætlun um að fljúga til Húsavíkur klukkan fimm mínútur í fjögur en veðrið er skárst á Norðausturlandi. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki hægt að nota landganga fyrir flugvélar í þeim veðurofsa sem verið hafi á Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavía segir vindhraða hafa áhrif á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. „Landgöngubrýrnar hjá okkur voru teknar úr notkun á sjöunda tímanum í morgun. Það er erfitt að nota stigabíla sem flugþjónustufyrirtækin reka og taka farangur frá borði. Öryggisviðmiðin varðandi landganga eru fimmtíu hnútar sem eru tæpir 26 metrar á sekúndu. Vindhraðinn núna eftir hádegi samkvæmt þeim spám sem við höfum gæti farið upp í 73 hnúta eða 37,5 metra á sekúndu í hviðunum,“ segir Guðjón. Útlitið er því áfram tvísýnt á Keflavíkurflugvelli. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mjög hvasst hafa verið sunnan og suðvestanlands í morgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hvessa síðdegis á Vestur-, Suður- og Austurlandi en veðrið gangi niður á landinu í kvöld og nótt.Vísir „Þetta er vestanátt, ekki sú algengasta hér. Strengur suður af lægðarmiðju. Það eru líkur á að veðrið nái hámarki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nú eftir hádegi,“ segir Einar. Vindstrengurinn gangi síðan austur- og norðureftir landinu. „Það er nú útlit fyrir að bæði á Hellisheiði og í Þrengslum verði erfið færð. Aðallega vegan blindu nú í eftirmiðdaginn og eftir hádegi. Það sama má segja austur með ströndinni. Feykihvasst til dæmis við Reynisfjall í Mýrdal og svo áfram austar í kvöld,“ segir Einar. Veður muni versna á fjallvegum á Vesturlandi í dag en Vestfirðir sleppi nokkuð vel. Veðrið muni hins vegar ganga yfir á þessum sólarhring. „Það verður komið hæglætisveður strax í nótt á landinu og lítur vel út á morgun. Það eru fleiri lægðir á leiðinni. Ein minniháttar aðfararnótt fimmtudags. Það muggar frá henni víða um landið. Sérstaklega vestantil um nóttina og morguninn. Síðan er útlit fyrir að það geri dálítið ákveðna leysingu hér á föstudag,“ segir Einar Sveinbjörnsson.
Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent