Enski boltinn

Á leið aftur í ensku úrvalsdeildina 74 ára gamall

Sindri Sverrisson skrifar
Roy Hodgson hefur komið víða við á sínum langa þjálfaraferli.
Roy Hodgson hefur komið víða við á sínum langa þjálfaraferli. Getty/Justin Setterfield

Hinn 74 ára gamli Roy Hodgson er ekki dauður úr öllum æðum og hyggst snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í fótbolta með því að taka við Watford.

Samkvæmt skúbbkónginum Fabrizio Romano eru forráðamenn Watford og Hodgson langt komnir í viðræðum um að Hodgson verði knattspyrnustjóri liðsins og líklegt að gengið verði frá málinu í dag.

Hodgson stýrði síðast liði Crystal Palace á árunum 2017-2021 og eftir að hann sagði skilið við félagið kvaðst hann ekki útiloka að taka síðar við öðru starfi sem knattspyrnustjóri, þrátt fyrir nokkuð háan aldur.

Starfið hjá Watford verður 22. stjórastarf Hodgson á 45 ára ferli sem hófst í Svíþjóð hjá liði Halmstad árið 1976.

Watford hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr í fallsæti með 14 stig, tveimur stigum frá botninum og tveimur stigum frá næsta örugga sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.