Erlent

Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Herinn sendi út yfirlýsingu í ríkissjónvarpi landsins um að hann hefði tekið völd.
Herinn sendi út yfirlýsingu í ríkissjónvarpi landsins um að hann hefði tekið völd. Getty/Stringer

Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins.

Herinn sagði ástæðu valdaránsins aukinn óróa í landinu og vangetu yfirvalda til þess að sameina þjóðina og takast á við mótlæti. Uppgangur vígahópa íslamista hefur aukist gífurlega í Vestur-Afríkuríkinu að undanförnu og ofbeldi og óeirðir sjaldan verið meiri. 

Paul-Henri Sandaogo Damiba, herstjóri, ritaði undir yfirlýsingu hersins sem varpað var út í ríkissjónvarpinu í gær. Þar sagði að valdatakan hafi farið friðsamlega fram og að þeir sem hefðu verið handteknir af hernum væru á öruggum stað. Ekki er vitað hvar Kabore forseta er haldið þessa stundina.

Undanfarna mánuði hefur pólitískur óstöðugleiki verið mikill í Vestur-Afríku og hverri ríkisstjórninni á fætur annarri verið steypt af stóli. Á síðustu átján mánuðum hafa herir Malí og Gíneu rænt völdum. Þá tók herinn í Tsjad völd í fyrra eftir að Idriss Deby, forseti landsins, féll í átökum vð uppreisnarmenn í norðurhluta landsins. 


Tengdar fréttir

Stjórnvöld segja valdarán ekki yfirvofandi

Skothvellir heyrðust víða í nótt í Afríkuríkinu Búrkína Fasó. Meðal annars hefur skotum verið hleypt af í grennd við forsetahöll landsins en ríkisstjórnin segir þó að valdarán sé ekki yfirvofandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.