Erlent

Stjórnvöld segja valdarán ekki yfirvofandi

Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Herinn í Búrkína Fasó hefur barist við uppreisnarsveitir íslamista frá árinu 2015. Myndin tengist efni fréttarinnar óbeint.
Herinn í Búrkína Fasó hefur barist við uppreisnarsveitir íslamista frá árinu 2015. Myndin tengist efni fréttarinnar óbeint. Danielle Paquette/The Washington Post via Getty

Skothvellir heyrðust víða í nótt í Afríkuríkinu Búrkína Fasó. Meðal annars hefur skotum verið hleypt af í grennd við forsetahöll landsins en ríkisstjórnin segir þó að valdarán sé ekki yfirvofandi.

 Síðustu daga hefur þó verið mikill órói í landinu eftir að hermenn gerður uppreisn gegn hershöfðingjum sínum. Hermennirnir krefjast betri búnaðar en þeir hafa verið látnir berjast við íslamista sem hafa staðið í uppreisn í landinu allar götur frá árinu 2015.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og útgöngubanni komið á um nætur en það hleypti illu blóði í almenning sem hefur nú slegist í hóp með hermönnunum til að mótmæla ríkisstjórninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×