Innlent

Fer fram á bætur vegna brott­reksturs úr Allir geta dansað

Árni Sæberg skrifar
Javi og Vilborg Arna á sviði í Allir geta dansað.
Javi og Vilborg Arna á sviði í Allir geta dansað. Stöð 2

Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“

Þetta staðfestir lögmaður Javis, Guðbrandur Jóhannesson, í samtali við fréttastofu RÚV.

Guðbrandur segir dómkröfur Javis vera viðurkenningu á ólögmæti riftunar samnings hans og greiðslu eftirstöðva hans.

Javi tók þátt í fyrstu þáttaröð Allir geta dansað þar sem hann dansaði með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur og annarri þáttaröð þar sem hann dansaði með Vilborgu Örnu Gissurardóttur.

Í frétt Vísis á sínum tíma segir að Javi hafi verið látinn fara vegna óviðráðanlegra aðstæðna í miðri annarri þáttaröð. Dansarinn Daði Freyr Guðjónsson hafi leyst Javi af hólmi sem dansfélagi Vilborgar Örnu.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður RVK Studios, kveðst í samtali við RÚV ekki geta tjáð sig um málið en að hann sé nýbúinn að skila greinargerð um málið. Fyrirtaka í málinu verður á þriðjudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×