Lífið

Javi hættir í Allir geta dansað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Javi á sviðinu á föstudag.
Javi á sviðinu á föstudag. Mynd/marino flóvent

Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna „óviðráðanlegra aðstæðna“ eins og framleiðendur staðfesta í samtali við Vísi.

Daði Freyr féll úr leik á föstudaginn en hann hafði verið með Sollu Eiríks.

Daði Freyr og Vilborg verða því saman á sviðinu í næsta þætti á föstudagskvöldið.

Hér að neðan má sjá síðasta dans Javi í Allir geta dansað frá því á föstudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Veigar Páll tók moonwalk í Allir geta dansað

Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað á föstudagskvöldið og voru þau annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir.

Sjáðu þegar Vilborg Arna dansaði með rifinn magavöðva

Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño dönsuðu Jive við lagið Mamma Mia í Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þau fengu 13 stig samanlagt frá dómurunum í fyrsta þættinum en í þættinum á föstudaginn fengu þau aftur 13 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.