Innlent

Dóra Björt gefur kost á sér áfram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Aðsend

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér áfram í oddvitasæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Dóra Björt tilkynnti þetta í beinni útsendingu á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Dóra Björt var ein af fáum oddvitum sem ekki hafði gefið upp hvort að hún hyggðist halda áfram í borgarpólitíkinni í vor.

„Ég er búin að taka mér svolítið langan tíma í að hugsa þetta,“ sagði Dóra Björt sem bætti við að það væri mikilvægt að íhuga ákvörðun af þessari stærðargráðu vel. 

Sagðist hún hafa rætt málin við fjölskyldu sína og Pírata, en Dóra Björt og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman

„Mín niðurstaða er sú eftir að hafa legið svona vel yfir þessu og leitað vel inn á við að ég hyggst gefa kost á mér aftur.“

Í fyrsta sæti Pírata?

„Já, að leiða listann eins og ég hef gert. Það er eftir þessa miklu ígrundun. Ég upplifi að ég hafi rétta hvata. Ég brenn fyrir þessu. Það eru verkefni þarna sem ég þarf að vinna og ég held að geti þetta. Ég held að ég hafi alla burði til að gera þetta vel og af krafti.“

Hlusta má á viðtalið við Dóru Björt hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stefnir í litla endur­nýjun í for­ystu flokkanna í borginni

Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×