Segir Man. Utd úr leik í kapphlaupinu um Haaland Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 17:01 Erling Braut Haaland er þriðji markahæstur í þýsku deildinni í vetur með 15 mörk í aðeins 13 leikjum. Getty/Christian Charisius Manchester United hefur gefist upp á að reyna að fá norska framherjann Erling Braut Haaaland og flest bendir til þess að hann fari til Real Madrid í sumar. Þetta fullyrðir ESPN í dag og segist hafa fyrir því heimildir að United sé úr leik í kapphlaupinu um markaskorarann mikla. Haaland er samningsbundinn þýska félaginu Dortmund en klásúla er í samningnum sem gerir hann falan fyrir 75 milljónir evra í sumar. Afar líklegt þykir því að þessi 21 árs gamli leikmaður yfirgefi Dortmund eftir tímabilið. United reyndi að fá Haaland þegar hann yfirgaf FC Salzburg en hann fór þá til liðs við Dortmund, í janúar 2020. Forráðamenn United hafa lengi verið með Haaland í sigtinu og það virtist geta hjálpað félaginu að landi hans, Ole Gunnar Solskjær, væri við stjórnvölinn. Svo reyndist þó ekki vera og samkvæmt ESPN hefur brottrekstur Solskjærs ekkert að gera með það að United þurfi að leita annað eftir markaskorara. United ekki í stöðu til að telja Haaland hughvarf Heimildamenn ESPN segja að United, sem á enn eftir að finna nýjan knattspyrnustjóra en er með Ralf Rangnick sem bráðabirgðastjóra út leiktíðina, sé ekki í stöðu til þess núna að geta fengið Haaland til að snúast hugur. Hann stefni til spænsku höfuðborgarinnar til að spila fyrir Real Madrid. ESPN sagði frá því í desember að markmið Real væri að búa til nýtt ofurlið með því að fá bæði Haaland og svo Kylian Mbappé frá PSG næsta sumar. Manchester City er hins vegar tilbúið að berjast fyrir því að fá Haaland og ljóst að enska félagið getur boðið betri launapakka en Real sem þó er líklegra til að landa Haaland eins og fyrr segir. Heimildamenn ESPN segja að ráðgjafar Haalands séu hrifnir af því sem Rangnick hafi afrekað hjá fyrri félögum sem hann hafi starfað hjá, en ljóst sé að United sé í umbreytingafasa og óvíst að liðið verði með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það geri hina 20-földu Englandsmeistara minna spennandi. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Þetta fullyrðir ESPN í dag og segist hafa fyrir því heimildir að United sé úr leik í kapphlaupinu um markaskorarann mikla. Haaland er samningsbundinn þýska félaginu Dortmund en klásúla er í samningnum sem gerir hann falan fyrir 75 milljónir evra í sumar. Afar líklegt þykir því að þessi 21 árs gamli leikmaður yfirgefi Dortmund eftir tímabilið. United reyndi að fá Haaland þegar hann yfirgaf FC Salzburg en hann fór þá til liðs við Dortmund, í janúar 2020. Forráðamenn United hafa lengi verið með Haaland í sigtinu og það virtist geta hjálpað félaginu að landi hans, Ole Gunnar Solskjær, væri við stjórnvölinn. Svo reyndist þó ekki vera og samkvæmt ESPN hefur brottrekstur Solskjærs ekkert að gera með það að United þurfi að leita annað eftir markaskorara. United ekki í stöðu til að telja Haaland hughvarf Heimildamenn ESPN segja að United, sem á enn eftir að finna nýjan knattspyrnustjóra en er með Ralf Rangnick sem bráðabirgðastjóra út leiktíðina, sé ekki í stöðu til þess núna að geta fengið Haaland til að snúast hugur. Hann stefni til spænsku höfuðborgarinnar til að spila fyrir Real Madrid. ESPN sagði frá því í desember að markmið Real væri að búa til nýtt ofurlið með því að fá bæði Haaland og svo Kylian Mbappé frá PSG næsta sumar. Manchester City er hins vegar tilbúið að berjast fyrir því að fá Haaland og ljóst að enska félagið getur boðið betri launapakka en Real sem þó er líklegra til að landa Haaland eins og fyrr segir. Heimildamenn ESPN segja að ráðgjafar Haalands séu hrifnir af því sem Rangnick hafi afrekað hjá fyrri félögum sem hann hafi starfað hjá, en ljóst sé að United sé í umbreytingafasa og óvíst að liðið verði með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það geri hina 20-földu Englandsmeistara minna spennandi.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira