Innlent

Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar

Snorri Másson skrifar
Lúkas-Matei Danko og Emilía Guðný Magnúsdóttir settu þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna í Smáraskóla í dag.
Lúkas-Matei Danko og Emilía Guðný Magnúsdóttir settu þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna í Smáraskóla í dag. Vísir/Egill

Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra.

Markmiðið er að kenna tækjunum að tala íslensku og líka öðruvísi íslensku, með hreim. Þar komu að gagni kraftar rúmensks drengs í sjötta bekk, sem flutti til landsins fyrir örfáum mánuðum.

Rætt var við unga þátttakendur í verkefninu í kvöldfréttum Stöðvar 2:

Samrómur er ekki aðeins opinn skólum, heldur öllum almenningi. Átakið innan skólanna er hins vegar áhrifaríkt og aflar verkefninu mikilla gagna. Um er að ræða raddgagnasafn á vegum Almannaróms - Miðstöðvar máltækni og Háskólans í Reykjavík. 

Tilgangurinn með söfnum Samróms er að safna raddgögnum sem máltæknilausnir verða byggðar á. Þannig verði tryggt að tölvur og tæki sem talað sé við muni skilja íslenskt talmál.


Tengdar fréttir

Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum

Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.