Ennfremur segir að rannsókn málsins hafi lögreglan á Vesturlandi notið liðsinnis tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út eftir að tilkynnt var um eldinn að kvöldi fimmtudagsins fyrir viku. Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar sagði í samtali við Vísi að um tíu til fimmtán mínútur hafi tekið að slökkva eldinn sem kom upp í herbergi í skólanum.
Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi fyrr í kvöld. Slökkviliðsstjóri segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn eða um tíu til fimmtán mínútur.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.