Innlent

Eldur í Brekkubæjarskóla á Akranesi: „Þetta fór vel“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi fyrr í kvöld. Slökkviliðsstjóri segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn eða um tíu til fimmtán mínútur.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir útkallið hafa verið umfangsmikið. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út, en eldurinn var blessunarlega minni en talið var í upphafi.

„Það kviknar þarna í einhverju herbergi, ég veit ekki hvað það var mikill opinn eldur en það var allavega reykur. Það gekk svona tiltölulega fljótlega að ráða niðurlögum og það er bara reykræsting og svona eftir, ganga frá. Þetta fór vel,“ segir Jens í samtali við fréttastofu.

Eldsupptök eru ókunn en lögregla fer með rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×