Lánssamningurinn gildir til 30. júní á þessu ári. Cecilía samdi við Everton í mars á síðasta ári en var svo lánuð til Örebro í Svíþjóð þar sem hún lék á síðasta tímabili.
Hjartanlega velkominn, Cecilía!
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) January 20, 2022
Der #FCBayern holt Torhüterin Cecilía Rán Rúnarsdóttir vom FC Everton: https://t.co/82BDBU6Dll#MiaSanMia @ceciliaran03 pic.twitter.com/6YnQuv4Znn
Hjá Bayern hittir Cecilía fyrir stöllur sínar í íslenska landsliðinu, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur.
Cecilía, sem er átján ára, hefur leikið fimm A-landsleiki og haldið hreinu í fjórum þeirra. Hún er yngsti markvörður sem hefur spilað fyrir A-landsliðið.
Aðalmarkvörður Bayern, Laura Benkarth, er meidd og því fékk liðið Cecilíu til sín. Tveir aðrir markverðir eru á mála hjá Bayern, Janina Leitzig og Mala Grohs.