Fótbolti

Cecilía lánuð til Bayern München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í búningi Bayern München.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í búningi Bayern München. bayern münchen

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á láni frá Everton.

Lánssamningurinn gildir til 30. júní á þessu ári. Cecilía samdi við Everton í mars á síðasta ári en var svo lánuð til Örebro í Svíþjóð þar sem hún lék á síðasta tímabili.

Hjá Bayern hittir Cecilía fyrir stöllur sínar í íslenska landsliðinu, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Cecilía, sem er átján ára, hefur leikið fimm A-landsleiki og haldið hreinu í fjórum þeirra. Hún er yngsti markvörður sem hefur spilað fyrir A-landsliðið.

Aðalmarkvörður Bayern, Laura Benkarth, er meidd og því fékk liðið Cecilíu til sín. Tveir aðrir markverðir eru á mála hjá Bayern, Janina Leitzig og Mala Grohs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.