Innlent

Rann­sókn lög­reglu á bana­slysinu í Gnoðar­vogi lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember.
Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni.

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi í samtali við Vísi. Hann segir að málið hafi á dögunum verið sent ákærusviði lögreglunnar.

Í fyrri frétt Vísis segir að málið hafi verið rannsakað sem sakamál frá upphafi og sagði Guðmundur Páll þá að það gæti heyrt undir manndráp af gáleysi. Það er nú undir ákærusviði að taka afstöðu til rannsóknargagnanna og ákveða hvort ákæra verði gefin út í málinu.

Bílstjórinn sem ók strætisvagninn er starfsmaður verktaka sem Strætó er með samning við. Hann fór í leyfi eftir slysið.

Eftir að slysið kom upp var farþegum í vagninum ásamt vagnstjóra veitt áfallahjálp á vettvangi og voru starfsmenn Strætó sömuleiðis hvattir til að leita sér áfallahjálpar.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögregla voru að störfum á vettvangi á slysdeginum í nokkurn tíma og var meðal annars notast við dróna á vettvangi.


Tengdar fréttir

Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri

Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×