Innlent

Strætó­slysið falli hugsan­lega undir mann­dráp af gá­leysi

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Vilhelm

Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál.

Konan lést þann 25. nóvember síðastliðinn þegar hún varð fyrir strætisvagni á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs.

„Þetta gæti heyrt undir manndráp af gáleysi,“ hefur Fréttablaðið eftir Guðmundi Páli Jónssyni, lögreglufulltrúa á Stöð 1. Hann segir rannsókn málsins vera langt komna og að það hafi verið rannsakað sem sakamál allt frá upphafi.

Guðmundur á von á að málið verði sent til ákærusviðs fyrir áramót. Það sé svo ákvörðun ákærusviðs hvort ákæra verði gefin út í málinu.

Að sögn Fréttablaðsins er bílstjórinn sem ók á konuna í leyfi, það breytist ekki fyrr en niðurstaða verður fengin í málinu. Hann sé starfsmaður verktaka sem Strætó er með samning við.

„Það var ákvörðun verktakans að hann myndi ekki keyra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Fréttablaðið.


Tengdar fréttir

Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri

Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi.

Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli

Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×