Erlent

Þjóð­verjar beina spjótum að Telegram

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Notkun forritisins hefur komið til kasta dómstóla í tengslum við fíkniefnabrot hér á landi.
Notkun forritisins hefur komið til kasta dómstóla í tengslum við fíkniefnabrot hér á landi. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Þjóðverjar hyggjast taka harðar á notkun samskiptaforritsins Telegram. Forritið hefur gjarnan verið orðað við glæpastarfsemi en stjórnvöld í Þýskalandi hafa áhyggjur af pólitískum öfgahópum sem nýta sér miðilinn í annarlegum tilgangi.

Málið hófst þegar meðlimur öfgahópsins Querdenker, sem þýða mætti sem „sérvitrir spekingar,“ birti mynd af stjórnmálakonunni Manuelu Scwesig á Telegram. Undir myndinni var hótun.

 „Hún mun fá að hverfa…hvort sem það verður lögregla eða líkbíll sem nemur hana á brott, þá mun hún fá að hverfa,“ stóð í myndatexta undir mynd af Schwesig.

Nokkrum vikum áður en myndin var birt hafði lögregla stöðvað mótmælendur sem flykktust að heimili stjórnmálakonunnar. Fólkið kvaðst vera að mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum.

Stjórnvöld í Þýskalandi líta hótunina alvarlegum augum og nefna að ólíkt samfélagsmiðlum, á borð við Facebook og Google, neita stjórnendur Telegram að vinna með þarlendum yfirvöldum. 

Samskiptaleysi Telegram leiði til þess að stjórnvöld hyggist grípa til aðgerða gegn samskiptaforritinu „enda þurfi forritið að hlíta sömu lögum og önnur forrit í Þýskalandi.“

Deutsche Welle greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×