Erlent

Nýjar myndir sýna eyði­legginguna á Tonga

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Eyðileggingin hefur verið gríðarlega mikil.
Eyðileggingin hefur verið gríðarlega mikil. Ræðismaður Tonga

Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 

Eldgosið í eldfjallinu Hunga Tonga Ha'apai olli miklum flóðbylgjum og öskufalli. Höggbylgjur frá sprengingunni mældust meðal annars hér á Íslandi

Samband við Tonga-eyjar slitnaði í kjölfar náttúruhörmunganna og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum.

Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu

Ræðisskrifstofa Tonga birtir myndirnar á Twitter síðu sinni en þar má sjá þykkt lag af ösku og strandir sem urðu illa úti í flóðbylgjunni. 

Öskufallið hefur gert flugvélum nær ómögulegt að lenda á eyjaklasanum en mikil þörf er á drykkjarvatni og öðrum vistum.

Að minnsta kosti þrír hafa látist.Ræðismaður Tonga
Á myndinni má sjá hve illa strandir fóru út úr flóðbylgjum í kjölfar gossins.Ræðisskrifstofa Tonga
Eyðileggingin er mikil.Ræðisskrifstofa Tonga

Tengdar fréttir

Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi

Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans.

Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið

Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið.

Beðið eftir fregnum frá Tonga

Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.