Fótbolti

Fyrst kvenna til að dæma í Afríku­keppninni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Salima Mukansanga í leik gærdagsins.
Salima Mukansanga í leik gærdagsins. EPA-EFE/FOOTOGRAFIIA

Salima Mukansanga braut blað í knattspyrnusögunni í gær er hún varð fyrst kvenna til að dæma leik í Afríkukeppni karla í knattspyrnu.

Hin 33 ára gamla Mukansanga kemur frá Rúanda og dæmdi leik Zimbabwe og Gíneu í B-riðli. Varð hún þar með fyrsta konan til að dæma leik í þessari 65 ára gömlu keppni.

Mukansanga er ung að árum þegar kemur að dómgæslu og á framtíðina fyrir sér. Hún dæmdi á HM 2019 og má reikna með henni á fleiri stórmótum í framtíðinni.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Zimbabwe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×