Tveir handteknir eftir að kennari var myrtur á Írlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 14:33 Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum um Ashling Murphy, sem var myrt í síðustu viku. Á myndinni má sjá nemendur hennar halda á mynd af henni við útför hennar í Tullamore. AP/Niall Carson Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Ashling Murphy, sem var myrt fyrir viku síðan þegar hún var úti að skokka í bænum Tullamor í Offaly sýslu á Írlandi. Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna. Írland Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira