Enski boltinn

Suárez vill endurnýja kynnin við Gerrard hjá Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sameinast gamla bandið hjá Aston Villa?
Sameinast gamla bandið hjá Aston Villa? epa/PETER POWELL

Steven Gerrard er búinn að fá Philippe Coutinho til Aston Villa og er nú er annar fyrrverandi samherji hans, Luis Suárez, orðaður við liðið.

Samningur Suárez við Atlético Madrid rennur út eftir tímabilið og félagið ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning. Það hefur Villa hins vegar gert ef marka má heimildir spænska fjölmiðlamannsins Gerards Romero.

Samkvæmt Romero hefur suárez hafnað tilboðum frá liðum í Suður-Ameríku til að geta farið til Villa. Gerrard ku hafa rætt við Suárez en þeir voru samherjar hjá Liverpool á árunum 2011-14.

Eftir sex ár hjá Barcelona fór Suárez til Atlético Madrid fyrir síðasta tímabil. Hann átti stóran þátt í því að Madrídarliðið varð Spánarmeistari en hefur ekki fundið sig jafn vel í vetur.

Coutinho, sem lék með Gerrard og Suárez hjá Liverpool, skoraði eitt mark og lagði upp annað í fyrsta leik sínum fyrir Villa, í 2-2 jafntefli við Manchester United á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.