Innlent

Jóni Má vikið úr Une misère vegna ásakana

Eiður Þór Árnason skrifar
Gunnar Ingi Jones, Fannar Már Oddsson, Jón Már Ásbjörnsson, Benjamín Bent Árnason og Þorsteinn Gunnar Friðriksson í hljómsveitinni Une Misère.
Gunnar Ingi Jones, Fannar Már Oddsson, Jón Már Ásbjörnsson, Benjamín Bent Árnason og Þorsteinn Gunnar Friðriksson í hljómsveitinni Une Misère. Une Misère

Jóni Má Ásbjörnssyni, söngvara Une misère, hefur verið vikið úr hljómsveitinni í ljósi ásakana á hendur honum.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu hljómsveitarinnar en Jóni var nýverið sagt upp störfum á útvarpsstöðinni X-inu 977 í kjölfar ásakana um mál tengd #metoo-byltingunni. 

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu um helgina en Jón hefur stýrt útvarpsþættinum Séra Jón um nokkurt skeið.

Vísir og X977 eru í eigu Sýnar hf. 


Tengdar fréttir

Búið að segja Jóni Má upp á X-inu

Jóni Má Ásbjörnssyni hefur verið sagt upp störfum á X-inu en hann hefur stýrt útvarpsþættinum Séra Jón um nokkurt skeið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.