Katrín og Sigurður sátt við fjarveru Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 19:20 „Ég fer í fríð,“ gæti Bjarni verið að söngla í huga sér á þessari mynd. Vísir/Hjalti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur heim úr fríi í útlöndum eftir tvo daga. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja það ekki koma niður á störfum ríkisstjórnarinnar þótt Bjarni bregði sér af bæ í nokkra daga. Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Nokkur umræða var um það á Alþingi í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki viðstaddur fyrsta þingfund að loknu jólaleyfi þingmanna. Þar þurfti að afgreiða með hraði frumvarp hans um heimild til fyrirtækja í veitingarekstri til fresta greiðslum opinberra gjalda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu í Bjarna stað en hann mun vera staddur í skíðaferðalagi í útlöndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlaði sjálfur í frí í byrjun janúar að hans sögn en lagðist í flensu og frestaði því.Vísir/Vilhelm „Það er nú bara nauðsynlegt fyrir alla að taka sér aðeins leyfi eftir þörfum. Það er nú bara þannig,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Er fjarvera hans á þessum fyrsta degi í þinginu þegar hann er sjálfur með frumvarp sem þarf að fá skjóta afgreisðlu ekki dálítið óheppileg? „Mér sýndist það vera í góðum höndum hjá staðgengli. Við erum náttúrlega búin að fjalla um þetta og í margar vikur að undirbúa þetta.“ Veistu hvenær hann kemur aftur heim? „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Saknar þú hans? „Það er allaf gott að hafa fjármálaráðherrann á staðnum,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir er ekki að vinka Bjarna bless á leið hans í fríið á þessari mynd en segir ekki einsdæmi að þingmenn taki sér leyfi á starfstíma Alþingis.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segist hafa vitað af áætlunum Bjarna sem væri væntanlegur heim eftir tvo daga. „Þingmenn eru stundum fjarverandi þótt þing sé að störfum. Það er kannski ekkert nýtt í því. Það var utanríkisráðherra sem mælti fyrir málinu í fjarveru fjármálaráðherra í gær. Málið lá nokkuð ljóst fyrir þannig að ég tel að þetta hafi ekki haft nein áhrif á framgang málsins eða vinnslu þess,“ segir Katrín, Þannig að ríkisstjórnin er í fínu standi þótt að fjármálaráðherra sé fjarri góðu gamni þessa dagana? „Eins og ég segi, þetta hefur þekkst.“ Ertu sjálf að íhuga að fara á skíði eða einhvers konar leyfi? „Nei, ég er nú ekki að því. Ég ætla nú bara að vera hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03 „Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01 Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. 18. janúar 2022 11:03
„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. 17. janúar 2022 22:01
Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. 17. janúar 2022 16:25
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent