„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 22:01 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi. Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi.
Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira