Erlent

Bein útsending: Stórt smástirni þýtur hjá jörðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá mynd af korti sem sýnir stefnu smástirnisins.
Hér má sjá mynd af korti sem sýnir stefnu smástirnisins. Eyes on Asteroids

Stórt smástirni fer tiltölulega nálægt jörðu í kvöld. Með því er átt við að það verður í tæplega tveggja milljóna kílómetra fjarlægð en það verður ekki aftur svo nærri í tvær aldir.

Smástirnið heitir 7482 (1994 PC1) og það rúmur kílómetri að lengd, þar sem það er stærst. Það uppgötvaðist árið 1994 og hefur verið rannsakað lengi.

Þó það þyki fara nálægt jörðu er ljóst að það er stjarnfræðileg nánd. Eins og áður segir verður smástirnið í tæplega tveggja milljóna kílómetra fjarlægð þegar það verður næst jörðu en til samanburðar má benda á að tunglið er í um 380 þúsund kílómetra fjarlægð.

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna tísti um smástirnið í síðustu viku

Hægt verður að fylgjast með ferð smástirnisins „í beinni útsendingu“ á vegum Virtual Telescope verkefnisins á Ítalíu. Þegar það er hvað næst jörðu gæti verið mögulegt að sjá það úr hefðbundnum stjörnukíkjum, samkvæmt vef Earthsky.

Áætlað er að það verði um klukkan 21:51 í kvöld.

Útsendinguna, sem hefst klukkan átta, má finna í spilararnum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×