„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 22:01 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi. Alþingi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi.
Alþingi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent