„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 22:01 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi. Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira