„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 22:01 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi. Alþingi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi.
Alþingi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira