Innlent

Kristín Ýr vill þriðja sætið hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Ýr Pálmarsdóttir.
Kristín Ýr Pálmarsdóttir. Aðsend

Kristín Ýr Pálmarsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.

Í tilkynningu segir að Kristín sé mikill Mosfellingur sem hafi alið upp börnin sín í Mosfellsbæ með manninum sínum honum Jónasi Bjarna. 

„Eiginleikar sem lýsa Kristínu eru kraftur, dugnaður og þor. Kristínu langar til þess að nýta krafta sína og gera Mosfellsbæ að enn betri bæ.

Á þessu kjörtímabili sem er að líða hefur Kristín gengt hlutverki varabæjarfulltrúa og verið varaformaður umhverfisnefndar. Á meðan Kristín hefur starfað í umhverfisnefnd hefur nefndin meðal annars sett fram nýja umhverfisstefnu sem þau eru stolt af og verður vonandi hvatning fyrir Mosfellsbæ að fylgja eftir og gera betur í umhverfismálum. Kristín vill taka fleiri græn skref í átt að sjálfbærri framtíð fyrir Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×