Hópsmit um borð í Baldvin Njálssyni: „Orðin spurning um heppni hvort menn sleppi út á sjó“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 10:58 26 af 28 skipverjum á Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Nesfiskur Tuttugu og sex af tuttugu og átta skipverjum á frystitogaranum Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Skipstjóri togarans segist þakklátur heilbrigðisyfirvöldum en allt hafi gengið upp eins og í smurðri vél þegar grunur um smit kom upp um borð. Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45
45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49