Innlent

45 sjúk­lingar nú inni­liggjandi með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Sjö eru nú á gjörgæslu með Covid-19.
Sjö eru nú á gjörgæslu með Covid-19. Vísir/Vilhelm

45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél.

Frá þessu segir á vef Landspítalans, en meðalaldur innlagðra er 63 ár.

Staðan í gær var þannig að 46 voru inniliggjandi á spítalanum með Covid-19. Líkt og í dag voru sjö á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru fjórir óbólusettir og þrír verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni.

8.025 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.795 barn. Í gær var 7.941 sjúklingur í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.783 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 344 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.

140 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun, samanborið við 138 í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×