Kona deyr eftir að hafa verið hrint fyrir lest í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:05 Stór vandamál blasa við neðanjarðarlestakerfinu í New York. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. epa/Justin Lane Fertug kona lést í New York í gær þegar maður gekk upp að henni þar sem hún beið á neðanjarðarlestarstöðinni í Times Square og hrinti henni í veg fyrir lest. Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07