Yfirvöld segja 225 hafa fallið í óeirðum í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:08 Saksóknarar í Kasakstan segja að 225 hafi fallið í óeirðum þar í landi í byrjun mánaðar. Getty/Pavel Pavlov Yfirvöld í Kasakstan segja 225 hafa fallið í óeirðum í landinu í síðustu viku. Þar á meðal hafi verið 19 meðlimir öryggissveita. Líkamsleifar hinna föllnu voru fluttar í líkhús um landið allt í dag þar sem á að búa þau undir greftrun. Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi. Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi.
Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02
Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43