Fótbolti

Sverrir Ingi í sigurliði og Hjörtur fékk klukkutíma

Atli Arason skrifar
Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu með PAOK.
Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu með PAOK.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í 3-0 sigri PAOK á OFI í grísku ofurdeildinni í dag. Hjörtur Hermannsson átti einnig leik fyrr í dag en hann spilaði þó bara rúman klukkutíma í tapleik í ítölsku Seríu B.

Sverrir og félagar í PAOK fara með 3-0 sigrinum upp fyrir AEK Aþenu í annað sæti deildarinnar en AEK á þó leik til góða. PAOK er 8 stigum á eftir toppliði Olympiacos sem er enn þá taplaust í deildinni. Næsti leikur PAOK er gegn AEK í 8-liða úrslitum bikarkeppirnar.

Pisa S.C. 1 - 3 Frosinone Calcio

/Hulda

Hjörtur Hermansson var í byrjunarliði Pisa sem var að leika gegn Frosinone í ítölsku Serie B deildinni. Hirti var skipt af velli á 62. mínútu, stuttu eftir að hafa fengið gult spjald. Pisa komst yfir í leiknum á loka andartökum fyrri hálfleiks en Frosinone jafnaði í upphafi þess síðari. 

Eftir að Hjörtur fór út af velli gengu gestirnir í Frosinone á lagið og skoruðu tvö mörk og unnu því leikinn 1-3. Þrátt fyrir tapið er Pisa áfram í efsta sæti deildarinnar með 38 stig. Einu stigi meira en Brescia sem er í öðru sæti. Frosinone lyftir sér upp í 6. sæti deildarinnar með sigrinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.