Fótbolti

Lewandowski skoraði þrjú er Bayern vann örugg­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewandowski var sjóðandi heitur í dag.
Lewandowski var sjóðandi heitur í dag. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGE

Markamaskínan Robert Lewandowski hefur nú skorað 300 mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrennu er topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Bayern München vann þægilegan 4-0 sigur á Köln.

Það tók Lewandowski aðeins níu mínútur að brjóta ísinn í leik dagsins og eftir 25 mínútur var staðan orðin 2-0 þökk sé marki Corentin Tolisso. Mark Uth hélt hann hefði minnkað muninn fyrir Köln en markið dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins, staðan 2-0 gestunum í vil í hálfleik.

Það var rétt rúmur klukkutími liðinn þegar Lewandowski bætti við öðru marki sínu og á 74. mínútu fullkomnaði hann þrennuna og skoraði sitt 300. mark í þýsku úrvalsdeildinni.

Lokatölur 4-0 og Bayern með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.