Fjórðungur nemenda fjarverandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 22:00 Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla hefur líkt og fleiri skólastjórnendur staðið í ströngu í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Einar Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. Skólastarf hefur víða raskast fyrstu tvær vikur ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi nemenda hefur lent í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar og það sama á við um starfsfólk skólanna. Til að mynda var fjórðungur nema í Árbæjarskóla heima í dag. Þar stóðu skólastjórnendur í ströngu síðdegis þegar einn nemandi skólans greindist með kórónuveiruna. Skólastjórnendur sjá um að rekja smit sem upp koma hjá nemendum skólanna og finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví. Frá því í haust hafa skólastjórnendur Árbæjarskóla tuttugu og sex sinnum þurft að rekja smit. „Við finnum alveg að róðurinn er að þyngjast núna og það er talsvert um smitrakningar,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla. Fimm sinnum þurft að rekja smit á einni viku Á aðeins um viku hefur fimm sinnum þurft að rekja smit hjá nemanda skólans. „Þetta er svolítið tímafrekt vegna þess að við þurfum náttúrulega leggjast yfir það hvar börnin hafa verið þennan daginn og hjá hverjum þau hafa verið að sitja og með hverjum þau hafa verið að leika ef þau hafa verið í einhverjum leik, leiklist eða íþróttum eða hvar svo sem þau hafa verið í húsinu. Þannig að við þurfum að tala oft við mjög marga kennara.“ Þá fá skólastjórnendur oft tilkynningar um að nemendur séu smitaðir síðdegis, á kvöldin eða um helgar. „Þetta er yfirleitt alltaf fyrir utan skólatíma. Við vorum til dæmis að rekja síðasta laugardag og sunnudag og í gær og fyrrakvöld og erum að rekja aftur í dag. Þannig að þetta tekur tíma og ég finn alveg núna að þetta er farið að taka í og ég er orðin svolítið leið yfir þessu hvað þetta tekur mikinn tíma vegna þess að mér finnst þetta bitna orðið á faglega starfinu og svona okkur sem faglegum forystumönnum í skólunum.“ Nýjar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag gera ráð fyrir óbreyttu skólastarfi. Guðlaug segir að hún vilji gjarna að skipulögðu starfi barna sé haldið úti. „Þetta leggst bara ágætlega í mig þannig skilurðu. Við viljum náttúrulega hafa sem mesta reglu fyrir börnin og það sem hefur verið er að hérna börnin hafa ekki verið svo mikið að smita kennarana en það hefur komið fyrir hjá okkur að kennarar hafa smitað börn en hérna þetta hefur gengið ágætlega í raun og veru hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira
Skólastarf hefur víða raskast fyrstu tvær vikur ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi nemenda hefur lent í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar og það sama á við um starfsfólk skólanna. Til að mynda var fjórðungur nema í Árbæjarskóla heima í dag. Þar stóðu skólastjórnendur í ströngu síðdegis þegar einn nemandi skólans greindist með kórónuveiruna. Skólastjórnendur sjá um að rekja smit sem upp koma hjá nemendum skólanna og finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví. Frá því í haust hafa skólastjórnendur Árbæjarskóla tuttugu og sex sinnum þurft að rekja smit. „Við finnum alveg að róðurinn er að þyngjast núna og það er talsvert um smitrakningar,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla. Fimm sinnum þurft að rekja smit á einni viku Á aðeins um viku hefur fimm sinnum þurft að rekja smit hjá nemanda skólans. „Þetta er svolítið tímafrekt vegna þess að við þurfum náttúrulega leggjast yfir það hvar börnin hafa verið þennan daginn og hjá hverjum þau hafa verið að sitja og með hverjum þau hafa verið að leika ef þau hafa verið í einhverjum leik, leiklist eða íþróttum eða hvar svo sem þau hafa verið í húsinu. Þannig að við þurfum að tala oft við mjög marga kennara.“ Þá fá skólastjórnendur oft tilkynningar um að nemendur séu smitaðir síðdegis, á kvöldin eða um helgar. „Þetta er yfirleitt alltaf fyrir utan skólatíma. Við vorum til dæmis að rekja síðasta laugardag og sunnudag og í gær og fyrrakvöld og erum að rekja aftur í dag. Þannig að þetta tekur tíma og ég finn alveg núna að þetta er farið að taka í og ég er orðin svolítið leið yfir þessu hvað þetta tekur mikinn tíma vegna þess að mér finnst þetta bitna orðið á faglega starfinu og svona okkur sem faglegum forystumönnum í skólunum.“ Nýjar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag gera ráð fyrir óbreyttu skólastarfi. Guðlaug segir að hún vilji gjarna að skipulögðu starfi barna sé haldið úti. „Þetta leggst bara ágætlega í mig þannig skilurðu. Við viljum náttúrulega hafa sem mesta reglu fyrir börnin og það sem hefur verið er að hérna börnin hafa ekki verið svo mikið að smita kennarana en það hefur komið fyrir hjá okkur að kennarar hafa smitað börn en hérna þetta hefur gengið ágætlega í raun og veru hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05