Juventus skrefi nær Meistaradeildarsæti með sigri á Udinese

Atli Arason skrifar
Paulo Dybala skoraði flott mark í kvöld.
Paulo Dybala skoraði flott mark í kvöld. Getty

Juventus er aftur komið á sigurbraut eftir tap gegn Inter í ítalska bikarnum í vikunni. Juventus tók á móti Udinese á Allianz Stadium í ítölsku Serie A deildinni í leik sem heimamenn unnu 2-0.

Juventus var með stjórn á leiknum nánast allan tímann. Paulo Dybala skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir flottan samleik við Arthur og Moise Kean berst boltinn aftur til Dybala inn í vítateig sem klárar færið sitt snyrtilega með innanfótarskoti í fjærhorn marksins.

Þrátt fyrir mikla yfirburði þá létu mörkin á sér standa. Á 57. mínútu kemur Mattia De Sciglio inn á völlinn af varamannabekknum og rúmum 20 mínútum síðar á hann frábæra fyrirgjöf af vinstri vængnum inn á vítateig þar sem Bandaríkjamaðurinn Winston McKennie rís hæst og kollspyrna Kanans syngur í netinu.

Með sigrinum er Juventus komið í 41 stig í 5. sæti deildarinnar, jafnt Atalanta að stigum en Atalanta á tvo leki til góða á Juve. Udinese er í 14 sæti með 20 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.