Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Höfða í dag, þar sem aðalskipulagið var undirritað. Vísir/Sigurjón Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira