Innlent

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði í fréttir í haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair.
Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði í fréttir í haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling

Ólöf Helga Adolfs­dóttir, vara­­for­­maður Eflingar og fyrr­verandi hlað­­maður hjá Icelandair, er for­­maður á lista sem upp­­­stillinga­­nefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn fé­lagsins sam­þykkti á fundi sínum.

Það kemur í hlut upp­stillinga­nefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera til­lögu að for­manni hennar. Síðan er það nú­verandi stjórnar og trúnaðar­ráðs Eflingar að sam­þykkja listann. At­kvæða­greiðsla fer því fram á trúnaðar­ráðs­fundi fé­lagsins sem hefst á Grand hótel klukkan 18 í dag.

Á fundi trúnaðarráðs er hægt að leggja til breytingar á listum og samkvæmt heimildum fréttastofu mun Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, tilkynna um mótframboð eigin lista gegn A-lista Eflingar.

Ólöf Helga og Guð­mundur Jónatan voru sitt hvoru megin línunnar í deilum sem upp komu innan Eflingar í haust þegar Sól­veig Anna Jóns­dóttir, þá­verandi for­maður fé­lagsins, sagði af sér.

Fé­lags­menn Eflingar hafa út janúar­mánuð til að bjóða fram lista gegn A-lista upp­stillinga­nefndarinnar og gætu fram­boð því orðið fleiri. Það stefnir því allt í æsi­spennandi for­manns­slag innan Eflingar á næstu vikum.


Tengdar fréttir

Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga

Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×