Innlent

Auknar tak­markanir á há­skóla­starfi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nemendum ber nú almennt að viðhafa tveggja metra reglu.
Nemendum ber nú almennt að viðhafa tveggja metra reglu. Vísir/Vilhelm

Ráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmarkanir á háskólastarfi sem gildi tekur á miðnætti í kvöld. Í reglugerðinni felst meðal annars að nemendum ber að viðhafa tveggja metra fjarlægð í kennslu- og lesrýmum.

Samkvæmt reglugerðinni er nemendum nú óheimilt að sitja hlið við hlið og nemendur þurfa líklega að bera grímu í allflestum tilvikum. Áður var eins metra regla í gildi og grímuskylda ef ekki var unnt að halda þeirri fjarlægð. 

Víkja má frá tveggja metra reglu og hafa að lágmarki einn metra á milli nemenda en í þeim tilvikum ber nemendum að nota grímu.

Reglur um verklega kennslu eru óbreyttar en bera skal andlitsgrímur ef ekki er mögulegt að halda tveggja metra fjarlægð, segir í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.