Innlent

Veitinga­­menn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrir­­­tækjum“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Þing­maður Við­reisnar segir að veitinga­geirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sótt­varna­að­gerðir voru kynntar fyrir jól. Ó­vissan sé lík­lega erfiðasti þátturinn enda séu sótt­varna­að­gerðir kynntar með skömmum fyrir­vara og þá stuttur tími til að bregðast við.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu.

„Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn.

Bólar ekkert á styrkjum

Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi.

„Eitt er auð­vitað að búa við tak­markanir sem eru í eðli sínu þung­bærar og annað er að fyrir­tæki og starfs­fólk hangi í full­kominni ó­vissu. Þannig að það er alveg sjálf­stæð breyta um erfið­leika­stigin þarna,“ segir Þor­björg og bætir við að mögu­leg úr­ræði fyrir rekstraraðila gætu verið verk­færi eins og hluta­bóta­leið og tekju­falls­styrkur.

Þor­björg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitinga­menn enda geti verið erfitt að bregðast við jafn­óðum. Veitinga­menn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launa­skrá eða hvort segja þurfi starfs­fólki upp og svo fram­vegis.

Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu

Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks.

„Það skiptir máli að sótt­varna­að­gerðir og efna­hags­við­brögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efna­hags­að­gerðirnar] komi ekki en það greini­lega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrir­tækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×