Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 22:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira