Ætla að sitja við sinn keip Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:39 Lögreglan mun áfram birta færslur og myndir á Facebook. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna. Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“ Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“
Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14