LRH hættir ekki á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 20:04 Lögreglustöðin Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook. Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“ Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“
Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent