Stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir færri sjúklinga Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að heilbrigðiskerfið sé að takast á við sína stærstu áskorun frá því að faraldurinn hófst. Þó færri Covid-sjúklingar séu á sjúkrahúsi nú en þegar mest lét árið 2020 séu aðstæður að mörgu leyti óhliðhollari en áður. Til að mynda sé erfiðara að eiga við sjúklingafjöldann þegar fleiri starfsmenn eru komnir í einangrun og sóttkví og margir búnir að vera undir langvarandi álagi. 150 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 95 í sóttkví. „Við búumst við miklum erfiðleikum núna og í fyrstu bylgju þá var samfélagið líka allt í hægagangi, það voru færri slys og minna um veikindi og þess vegna færri innlagnir, til dæmis á gjörgæslu. Nú er samfélagið á miklu meiri snúningi og þessar tölur sem við erum að vísa til, eins og fjöldi gjörgæslusjúklinga, kemur ofan á þá sem fyrir eru vegna ýmissa annarra orsaka. Svo það er mjög mikilvægur munur,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19. Staðan fari líka heldur versnandi á bráðamóttökunni. 45 á spítalanum með Covid-19 Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi frá 28. desember sem er hæsta viðbúnaðarstig spítalans. 45 sjúklingar liggja inni á spítalanum með Covid-19. 39 eru með virkt smit og sex glíma við eftirköst. Sjö eru á gjörgæsludeildum og fjórir í öndunarvélum. Hefur fjöldi Covid-sjúklinga á spítalanum nær tvöfaldast síðan á nýársdag þegar þeir voru 23 talsins. Af þeim 45 sem liggja núna inni á spítalanum eru 29 þar vegna Covid-19, óvissa er um fimm og ellefu liggja inni vegna annarra veikinda. Fjórar innlagnir voru í gær vegna Covid-19. Til samanburðar voru 75 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum þann 6. nóvember 2020. Þar af voru fjórir á gjörgæslu. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundinum að þegar tekið er tekið er tillit til þess hlutfalls greindra sem lendir á spítala sýni spálíkön að um 70 verði á sjúkrahúsi áður en langt um líður og 20 á gjörgæslu. Um sé að ræða svokallaða meðalspá og fjöldinn geti því reynst verða meiri eða minni. Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Líka mikið álag á öðrum heilbrigðisstofnunum Alma sagði að álag hafi sömuleiðis aukist á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Staðan á sjúkrahúsinu á Akureyri sé viðráðanleg en þó hafi þurft að fresta skurðaðgerðum sem þola bið. Faraldurinn hafi sömuleiðis haft mikil áhrif á heilsugæsluna en um 10% starfsmanna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru til að mynda í einangrun eða sóttkví. Einnig eru dæmi um að heimilismenn á hjúkrunarheimilum hafi greinst með Covid-19 þar sem starfsfólk er gjarnan frá vegna sóttkvíar eða einangrunar, að sögn Ölmu. Hvatti hún fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveita heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Til að mynda sé erfiðara að eiga við sjúklingafjöldann þegar fleiri starfsmenn eru komnir í einangrun og sóttkví og margir búnir að vera undir langvarandi álagi. 150 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 95 í sóttkví. „Við búumst við miklum erfiðleikum núna og í fyrstu bylgju þá var samfélagið líka allt í hægagangi, það voru færri slys og minna um veikindi og þess vegna færri innlagnir, til dæmis á gjörgæslu. Nú er samfélagið á miklu meiri snúningi og þessar tölur sem við erum að vísa til, eins og fjöldi gjörgæslusjúklinga, kemur ofan á þá sem fyrir eru vegna ýmissa annarra orsaka. Svo það er mjög mikilvægur munur,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19. Staðan fari líka heldur versnandi á bráðamóttökunni. 45 á spítalanum með Covid-19 Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi frá 28. desember sem er hæsta viðbúnaðarstig spítalans. 45 sjúklingar liggja inni á spítalanum með Covid-19. 39 eru með virkt smit og sex glíma við eftirköst. Sjö eru á gjörgæsludeildum og fjórir í öndunarvélum. Hefur fjöldi Covid-sjúklinga á spítalanum nær tvöfaldast síðan á nýársdag þegar þeir voru 23 talsins. Af þeim 45 sem liggja núna inni á spítalanum eru 29 þar vegna Covid-19, óvissa er um fimm og ellefu liggja inni vegna annarra veikinda. Fjórar innlagnir voru í gær vegna Covid-19. Til samanburðar voru 75 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum þann 6. nóvember 2020. Þar af voru fjórir á gjörgæslu. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundinum að þegar tekið er tekið er tillit til þess hlutfalls greindra sem lendir á spítala sýni spálíkön að um 70 verði á sjúkrahúsi áður en langt um líður og 20 á gjörgæslu. Um sé að ræða svokallaða meðalspá og fjöldinn geti því reynst verða meiri eða minni. Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Líka mikið álag á öðrum heilbrigðisstofnunum Alma sagði að álag hafi sömuleiðis aukist á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Staðan á sjúkrahúsinu á Akureyri sé viðráðanleg en þó hafi þurft að fresta skurðaðgerðum sem þola bið. Faraldurinn hafi sömuleiðis haft mikil áhrif á heilsugæsluna en um 10% starfsmanna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru til að mynda í einangrun eða sóttkví. Einnig eru dæmi um að heimilismenn á hjúkrunarheimilum hafi greinst með Covid-19 þar sem starfsfólk er gjarnan frá vegna sóttkvíar eða einangrunar, að sögn Ölmu. Hvatti hún fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveita heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29
45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43