Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 11:29 Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Vísir/Vilhelm Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Tíu börn yngri en sextán ára hafa þurft á innlögn að halda hérlendis af um 9.300 sem hafa greinst, eða 0,1%. Tvö börn hafa þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Að auki hafa hundruð barna verið í nánu eftirliti á Barnaspítala en ekki þurft innlögn. Þórólfur sagði að til samanburðar hafi eitt sautján ára ungmenni verið lagt inn á spítala vegna aukaverkunar bóluefnis gegn Covid-19. Þá hafi tilkynningar borist um sex alvarlegar aukaverkanir af um 22 þúsund bólusetningum eða 0,03%. „Það er því ljóst að hér á landi eru alvarlegar aukaverkanir hjá börnum eftir Covid-19 að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en eftir bólusetningu. Þetta er í samræmi við reynslu og uppgjör erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku.“ Hann bætti við að ný gögn frá Bandaríkjunum bendi til að innlögnum barna vegna ómíkrón sé þar að fjölga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stöðug þróun og innlögnum að fjölga Alls greindust 1.135 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands í gær og sextíu á landamærum. 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Fram kom í máli Þórólfs að faraldurinn hafi verið í línulegum vexti undanfarna daga með í kringum 1.100 tilfelli á dag. Allt að 300 greinist á landamærum og hafi aldrei verið fleiri. Í gær greindust 293 börn á aldrinum tólf ára og yngri og 63 börn á aldrinum tólf til sextán ára. Vaxandi fjöldi hefur þurft að leggjast inn á spítala samhliða aukningu í samfélagslegum smitum á síðustu vikum. Hefur fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi aukist um 70% að undanförnu en staðið í stað á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs eru um 90% nú að greinast með ómíkron. Delta afbrigðið er þó enn til staðar og greinast í kringum 100 á dag. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn er í kringum 0,5% af öllum greindum. Það er þó heldur lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Tíu börn yngri en sextán ára hafa þurft á innlögn að halda hérlendis af um 9.300 sem hafa greinst, eða 0,1%. Tvö börn hafa þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Að auki hafa hundruð barna verið í nánu eftirliti á Barnaspítala en ekki þurft innlögn. Þórólfur sagði að til samanburðar hafi eitt sautján ára ungmenni verið lagt inn á spítala vegna aukaverkunar bóluefnis gegn Covid-19. Þá hafi tilkynningar borist um sex alvarlegar aukaverkanir af um 22 þúsund bólusetningum eða 0,03%. „Það er því ljóst að hér á landi eru alvarlegar aukaverkanir hjá börnum eftir Covid-19 að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en eftir bólusetningu. Þetta er í samræmi við reynslu og uppgjör erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku.“ Hann bætti við að ný gögn frá Bandaríkjunum bendi til að innlögnum barna vegna ómíkrón sé þar að fjölga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stöðug þróun og innlögnum að fjölga Alls greindust 1.135 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands í gær og sextíu á landamærum. 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Fram kom í máli Þórólfs að faraldurinn hafi verið í línulegum vexti undanfarna daga með í kringum 1.100 tilfelli á dag. Allt að 300 greinist á landamærum og hafi aldrei verið fleiri. Í gær greindust 293 börn á aldrinum tólf ára og yngri og 63 börn á aldrinum tólf til sextán ára. Vaxandi fjöldi hefur þurft að leggjast inn á spítala samhliða aukningu í samfélagslegum smitum á síðustu vikum. Hefur fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi aukist um 70% að undanförnu en staðið í stað á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs eru um 90% nú að greinast með ómíkron. Delta afbrigðið er þó enn til staðar og greinast í kringum 100 á dag. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn er í kringum 0,5% af öllum greindum. Það er þó heldur lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04