Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 11:29 Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Vísir/Vilhelm Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Tíu börn yngri en sextán ára hafa þurft á innlögn að halda hérlendis af um 9.300 sem hafa greinst, eða 0,1%. Tvö börn hafa þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Að auki hafa hundruð barna verið í nánu eftirliti á Barnaspítala en ekki þurft innlögn. Þórólfur sagði að til samanburðar hafi eitt sautján ára ungmenni verið lagt inn á spítala vegna aukaverkunar bóluefnis gegn Covid-19. Þá hafi tilkynningar borist um sex alvarlegar aukaverkanir af um 22 þúsund bólusetningum eða 0,03%. „Það er því ljóst að hér á landi eru alvarlegar aukaverkanir hjá börnum eftir Covid-19 að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en eftir bólusetningu. Þetta er í samræmi við reynslu og uppgjör erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku.“ Hann bætti við að ný gögn frá Bandaríkjunum bendi til að innlögnum barna vegna ómíkrón sé þar að fjölga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stöðug þróun og innlögnum að fjölga Alls greindust 1.135 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands í gær og sextíu á landamærum. 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Fram kom í máli Þórólfs að faraldurinn hafi verið í línulegum vexti undanfarna daga með í kringum 1.100 tilfelli á dag. Allt að 300 greinist á landamærum og hafi aldrei verið fleiri. Í gær greindust 293 börn á aldrinum tólf ára og yngri og 63 börn á aldrinum tólf til sextán ára. Vaxandi fjöldi hefur þurft að leggjast inn á spítala samhliða aukningu í samfélagslegum smitum á síðustu vikum. Hefur fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi aukist um 70% að undanförnu en staðið í stað á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs eru um 90% nú að greinast með ómíkron. Delta afbrigðið er þó enn til staðar og greinast í kringum 100 á dag. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn er í kringum 0,5% af öllum greindum. Það er þó heldur lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Tíu börn yngri en sextán ára hafa þurft á innlögn að halda hérlendis af um 9.300 sem hafa greinst, eða 0,1%. Tvö börn hafa þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Að auki hafa hundruð barna verið í nánu eftirliti á Barnaspítala en ekki þurft innlögn. Þórólfur sagði að til samanburðar hafi eitt sautján ára ungmenni verið lagt inn á spítala vegna aukaverkunar bóluefnis gegn Covid-19. Þá hafi tilkynningar borist um sex alvarlegar aukaverkanir af um 22 þúsund bólusetningum eða 0,03%. „Það er því ljóst að hér á landi eru alvarlegar aukaverkanir hjá börnum eftir Covid-19 að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en eftir bólusetningu. Þetta er í samræmi við reynslu og uppgjör erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku.“ Hann bætti við að ný gögn frá Bandaríkjunum bendi til að innlögnum barna vegna ómíkrón sé þar að fjölga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stöðug þróun og innlögnum að fjölga Alls greindust 1.135 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands í gær og sextíu á landamærum. 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Fram kom í máli Þórólfs að faraldurinn hafi verið í línulegum vexti undanfarna daga með í kringum 1.100 tilfelli á dag. Allt að 300 greinist á landamærum og hafi aldrei verið fleiri. Í gær greindust 293 börn á aldrinum tólf ára og yngri og 63 börn á aldrinum tólf til sextán ára. Vaxandi fjöldi hefur þurft að leggjast inn á spítala samhliða aukningu í samfélagslegum smitum á síðustu vikum. Hefur fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi aukist um 70% að undanförnu en staðið í stað á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs eru um 90% nú að greinast með ómíkron. Delta afbrigðið er þó enn til staðar og greinast í kringum 100 á dag. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn er í kringum 0,5% af öllum greindum. Það er þó heldur lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04