Enski boltinn

Sout­hampton fór létt með Brent­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Armando Broja heldur áfram að skora.
Armando Broja heldur áfram að skora. Robin Jones/Getty Images

Nýliðar Brentford máttu þola slæmt tap er þeir heimsóttu Dýrlingana í Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 4-1 Southampton í vil.

Miðvörðurinn Jan Bednarek kom heimamönnum í Southampton yfir með marki á fimmtu mínútu. Hann stangaði þá hornspyrnu James Ward-Prowse í netið. 

Vitaly Janelt jafnaði metin fyrir gestina um miðbik fyrri hálfleiks og áður en fyrri hálfleikurinn var úti hafði Alvaro Fernandez, markvörður Brentford, orðið fyrir því óláni að setja boltann i eigið net. Staðan því 2-1 í hálfleik.

Í þeim síðari tók Southampton öll völd á vellinum og endaði á að vinan öruggan 4-1 sigur þökk sé mörkum Armando Broja og Che Adams.

Southampton er í 11. sæti með 24 stig á meðan Brentford er með 23 stig í 13. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.