Miðvörðurinn Jan Bednarek kom heimamönnum í Southampton yfir með marki á fimmtu mínútu. Hann stangaði þá hornspyrnu James Ward-Prowse í netið.
Vitaly Janelt jafnaði metin fyrir gestina um miðbik fyrri hálfleiks og áður en fyrri hálfleikurinn var úti hafði Alvaro Fernandez, markvörður Brentford, orðið fyrir því óláni að setja boltann i eigið net. Staðan því 2-1 í hálfleik.
Í þeim síðari tók Southampton öll völd á vellinum og endaði á að vinan öruggan 4-1 sigur þökk sé mörkum Armando Broja og Che Adams.
No Southampton player has scored more Premier League goals for Southampton this season than Armando Broja.
— Squawka Football (@Squawka) January 11, 2022
Armando Broja (5)
James Ward-Prowse (5)
Che Adams (3)
Jan Bednarek (3)
Hot shot. pic.twitter.com/QYcNcVGThr
Southampton er í 11. sæti með 24 stig á meðan Brentford er með 23 stig í 13. sæti.