Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 15:14 Lögreglan á Suðurnesjum vonar að breytingin muni ekki hafa neikvæð áhrif á samskipti borgaranna við embættið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. „Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira