Íslenski boltinn

Pálmi Rafn ráðinn íþróttastjóri KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason er kominn í starf hjá KR.
Pálmi Rafn Pálmason er kominn í starf hjá KR. vísir/Hulda Margrét

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður fótboltaliðs KR, hefur verið ráðinn íþróttastjóri félagsins.

Pálmi kemur til KR frá fyrirtækjaþjónustu VÍS. „Pálmi hefur yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins, umsjón með fræðslu og forvarnarstarfi ásamt því að vinna náið með deildum félagsins að áframhaldandi uppbyggingu þeirra, skipulagi og framkvæmd,“ segir í frétt á heimasíðu KR.

Pálmi hefur leikið með KR síðan 2015 og var um tíma fyrirliði liðsins. Hann varð Íslandsmeistari með KR-ingum 2019. Á síðasta tímabili lék hann 21 leik í Pepsi Max-deildinni og skoraði fjögur mörk. Alls hefur Pálmi leikið 223 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 54 mörk.

Pálmi er ekki eini fyrrverandi eða núverandi leikmaður KR sem er í starfi hjá félaginu. Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi leikmaður, fyrirliði, þjálfari og aðstoðarþjálfari KR, er framkvæmdastjóri félagsins.

Þá hefur Þórunn Hilda Jónasdóttir verið ráðin markaðs- og viðburðastjóri KR. Hún kemur til félagsins frá Háskólanum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×