Elísabet vonast til að semja við fimmtán ára íslenska stelpu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 10:01 Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir eru báðar Gróttustelpur sem hafa verið að spila með yngri landsliðum Íslands. Instagram/@grottaknattspyrna Kvennalið Kristianstad er mikið Íslendingalið og hefur verið það lengi. Þótt að tvær íslenskar landsliðskonur hafi yfirgefið félagið eftir síðasta tímabil þá verða Íslendingar áfram á ferðinni með liðinu. Elísabet Gunnarsdóttir er áfram þjálfari Kristianstad en hún hefur komið liði sínu í Meistaradeildina undanfarin tvö sumur. Elísabet missti Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur frá sér í haust en hefur þegar samið við íslensku landsliðskonuna Amöndu Jacobsen Andradóttur sem kemur til liðsins frá norska félaginu Vålerenga. Amanda hélt upp á átján ára afmælið sitt í desember síðastliðnum en hafði áður spilað fyrstu leiki sína fyrir íslenska A-landsliðið. Nú hefur Elísabet augun á annarri ungri og mjög efnilegri íslenskri unglingalandsliðskonu. Kristianstadsbladet segir frá því að hin fimmtán ára gamla Emelía Óskarsdóttir sé nú að æfa með aðalliði Kristianstad. „Hún er ótrúlega spennandi sóknarmaður sem við vonumst eftir að geta samið við,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Kristianstadsbladet. Emelía er alinn upp í Gróttu og skoraði sitt fyrsta mark í Lengjudeildinni sumarið 2020. Hún hefur hefur spilað fimm unglingalandsleiki og skorað eitt mark. Hún hafði skipt yfir í danskt félag en nú lítur út fyrir að hún endi í sænsku deildinni. Emelía er fædd í mars 2006 en hún er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks og systir Orra Steins sem er banka á dyrnar hjá meistaraflokki FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Emelía hefur verið að láta til sín taka meðal strákanna en á vef KSÍ eru skráð þrjú mörk á hana í fimm leikjum með Grótta/Kríu í 3. flokki karla. Sænski boltinn Grótta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir er áfram þjálfari Kristianstad en hún hefur komið liði sínu í Meistaradeildina undanfarin tvö sumur. Elísabet missti Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur frá sér í haust en hefur þegar samið við íslensku landsliðskonuna Amöndu Jacobsen Andradóttur sem kemur til liðsins frá norska félaginu Vålerenga. Amanda hélt upp á átján ára afmælið sitt í desember síðastliðnum en hafði áður spilað fyrstu leiki sína fyrir íslenska A-landsliðið. Nú hefur Elísabet augun á annarri ungri og mjög efnilegri íslenskri unglingalandsliðskonu. Kristianstadsbladet segir frá því að hin fimmtán ára gamla Emelía Óskarsdóttir sé nú að æfa með aðalliði Kristianstad. „Hún er ótrúlega spennandi sóknarmaður sem við vonumst eftir að geta samið við,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Kristianstadsbladet. Emelía er alinn upp í Gróttu og skoraði sitt fyrsta mark í Lengjudeildinni sumarið 2020. Hún hefur hefur spilað fimm unglingalandsleiki og skorað eitt mark. Hún hafði skipt yfir í danskt félag en nú lítur út fyrir að hún endi í sænsku deildinni. Emelía er fædd í mars 2006 en hún er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks og systir Orra Steins sem er banka á dyrnar hjá meistaraflokki FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Emelía hefur verið að láta til sín taka meðal strákanna en á vef KSÍ eru skráð þrjú mörk á hana í fimm leikjum með Grótta/Kríu í 3. flokki karla.
Sænski boltinn Grótta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira