Fótbolti

Óbólusettum meinað að spila eftir ferðalög?

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Nadine Dorries er íþróttamálaráðherra Bretlands
Nadine Dorries er íþróttamálaráðherra Bretlands EPA-EFE/VICKIE FLORES

Svo gæti farið að til þess að mega spila leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir ferðalög út fyrir Bretland þá þurfi leikmenn að vera fullbólusettir, annars þurfa þeir að sæta sóttkví í 10 daga. Þetta segir menningarmálaráðherra Bretlands, Nadine Dorries.

Dorries, sem er ráðherra menningarmála, íþrótta og fjölmiðla hefur látið hafa eftir sér að hún sé á móti því að íþróttafólk þurfi ekki að uppfylla sömu kröfur og aðrir þegar kemur að bólusetningum við kórónuveirunni.

Óbólusett íþróttafólk hefur hingað til sloppið við að sitja í sóttkví í tíu daga við komuna til Bretlands. Ef þessu verður breytt þýðir það að óbólusettir leikmenn sem til að mynda ferðast til þess að keppa í meistaradeild Evrópu þurfa að sæta sóttkví í tíu daga. Þetta myndi gera óbólusettum leikmönnum bestu liðana mjög erfitt fyrir.

Þetta hefur sérstaklega mikil áhrif á rugby. Sexþjóðabikarinn fer fljótlega fram, sem er eitt stærsta mótið í þeirri íþrótt. Þetta myndi þýða að mörg liðanna gætu ekki ferðast á milli landa á milli leikja, en mótið tekur nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×