Erlent

Mikil fjölgun smita meðal óbólu­settra barna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Dr. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, biður eldra fólk um að láta bólusetja sig.
Dr. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, biður eldra fólk um að láta bólusetja sig. Getty/McNamee

Aldrei hafa jafnmörg börn yngri en fimm ára smitast af Covid í Bandaríkjunum og nú. Sérfræðingar segja það mikið áhyggjuefni en bólusetningar fyrir svo ung börn hafa ekki hafist.

Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, segir innlagnir á barnaspítala aldrei hafa verið fleiri í kórónuveirufaraldrinum en nú.

Walensky bætir við að aðeins 50% af börnum á aldrinum tólf til átján ára eru bólusett og aðeins 16% barna á aldrinum fimm til ellefu ára.

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, segir að þrátt fyrir að ómíkron-afbrigðið virðist valda minni einkennum sé afbrigðið bráðsmitandi. Aukinn fjöldi smita merki eðli málsins samkvæmt aukinn fjölda innlagna. 

Aukinn fjöldi smita geti haft alvarleg áhrif á heilbrigðiskerfið og börn geti þar að auki veikst alvarlega. Bæði Fauci og Walensky leggja áherslu á að aðrir hópar bólusetja sig, til að vernda þau sem yngri eru.

Ekki er gerður greinarmunur á börnum sem lögð hafa verið inn með Covid og þeim sem smitast hafa af Covid af spítalanum. Þetta kemur fram hjá AP fréttaveitunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×