Möguleiki er á eins árs framlenginu á samingnum sem Antonio undirritaði í dag, en framherjinn stæðilega gekk til liðs við Hamrana árið 2015 frá Nottingham Forest.
Antonio er algjör lykilmaður í liði West Ham og hefur skorað 54 mörk síðan hann gekk til liðs við félagið, en það gerir hann að markahæsta leikmanni West Ham í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Þá hefur leikmaðurinn skorað átta deildarmörk á yfirstandandi tímabili.
We are happy to confirm that Michail Antonio has agreed to extend his contract until the summer of 2024, with the option of a further year.
— West Ham United (@WestHam) January 7, 2022
Antonio er fæddur á Englandi en á ættir að rekja til Jamaíku. Árið 2016 hafnaði hann boði um að leika með jamaíska landsliðinu og var í tvígang kallaður inn í það enska. Hann var hins vegar ónotaður varamaður í fyrra skiptið og dró sig úr hóp í það seinna.
Hann fékk svo aftur boð um að leika fyrir Jamaíku á seinasta ári og þáði það boð og lýsti yfir vilja sínum til að hjálpa liðinu að komast á HM. Hann á að baki þrjá leiki fyrir Jamaíku og hefur skorað í þeim tvö mörk.